Föstudaginn 31. október síðastliðin var Hrekkjavökuhátíð í Njarðvíkurskóla. Hefðbundin kennsla var brotin upp hluta af degi þar sem nemendur gátu farið á milli fjölbreyttra stöðva þar sem ýmislegt var brallað. Meðal annars var hægt að blanda eiturdrykki, fara í Just dance, skoða nornakistil, leysa hrekkjavökugátur og breakout og margt fleira skemmtilegt og hræðilegt.
Dagurinn endaði svo á sal þar sem nemendur úr nemendaráði voru búin að skreyta salinn í stíl við Hrekkjavöku og sungu og dönsuðu við lög tengdri Hrekkjavökunni.
Nemendur og starfsfólk mættu klædd í stíl við daginn og eins og má sjá á myndum hér að neðan var mikið fjör á þessum degi.