Þorbjörg Garðarsdóttir ásamt níu nemendum í 6. bekk
Njarðvíkurskóli fékk í dag frábæra gjöf frá ættingjum Garðars Magnússonar, skipstjóra og útgerðarmanns frá Höskuldarkoti í Njarðvík. Garðar lést 10. október 2025, 95 ára gamall.
Það var ósk Garðars að Njarðvíkurskóli fengi að gjöf sex uppstoppaða fugla og ísbjarnarham.
Rafn Markús Vilbergsson skólastjóri ásamt níu nemendum úr 6. bekk heimsóttu í dag Þorbjörgu Garðarsdóttur dóttur Garðars og veittu gjöfinni viðtöku.
Njarðvíkurskóli vill færa ættingjum Garðars Magnússonar þakkir fyrir þessa dýrmætu og merku gjöf sem á eftir að gleðja og fræða nemendur Njarðvíkurskóla um ókomin ár.