Jólaföndur foreldrafélags Njarðvíkurskóla
Foreldrafélag Njarðvíkurskóla verður með jólaföndur á sal Njarðvíkurskóla miðvikudaginn 19. nóvember frá kl. 17:30 til kl. 19:00.
Í boði verður fjölbreytt úrval af skemmtilegu föndurefni fyrir bæði börn og fullorðna. Einnig verða styttur og jólakúlur til sölu gegn vægu gjaldi.
Nemendur og forráðamenn eru hvattir til að taka með sér skæri, lím, liti og klósettpappírshólka. Við hvetjum öll til að mæta í jólalegum fötum og skapa skemmtilega stemningu saman.
Öll hjartanlega velkomin.