Nemendur í 8.-10. bekk sem völdu fjallgönguval gengu á Helgafell á dögunum eftir að hafa undirbúið sig með styttri göngum í nærumhverfinu.
Fjallgönguvalið er undir stjórn Heiðrúnar Rósar íþróttakennara. Ákveðið var að nýta sér gott veður þriðjudaginn 7. október síðastliðin til þess að komast úr nærumhverfi skólans og eins og áður sagði gengu nemendur með kennurum á Helgafell.
Með í för í göngunni á Helgafell var einnig Þórir Rafn íþróttakennari sem veitti hópnum stuðning. Að sögn kennara gekk ferðin vel og nemendur sýndu mikinn dugnað á leiðinni upp og komu allir glaðir heim eftir að hafa sigrast á fellinu líkt og má sjá á meðfylgjandi myndum.