Fréttir

Mikilvægt að nemendur mæti á réttum tíma

Eins og kom fram í skilaboðum frá Njarðvíkurskóla í gær er meginlínan í Njarðvíkurskóla næstu vikurnar að nemendum í 1. - 6. bekk verður skipt í tvo hópa og verður hópunum kennt sitthvorn daginn. Nemendur í 7. - 10. bekk verða í heimanámi með aðstoð kennara. Hér má sjá hvenær hver árgangur mætir og lýkur skóla. Bekkur Tími Inngangur/útgangur 1. bekkur 08:15 - 12:40 Yngri inngangur 2. bekkur 08:30 - 12:50 Yngri inngangur 3. bekkur 08:45 - 13:00 Yngri inngangur 4. bekkur 08:20 - 12:45 Aðalinngangur 5. bekkur 08:30 - 13:00 Aðalinngangur 6. bekkur 08:40 - 13:10 Aðalinngangur Nemendur í 7.-10 bekk mæta ekki skólann heldur verða í heimanámsaðstoð kennara. Það er mjög mikilvægt að virða tímasetningar og nemendur eiga að mæta á þeim tíma sem þeirra árgangur mætir, hvorki fyrr né seinna. Skipulag fyrir nemendur í sérdeildunum Ösp og Björk var sent til foreldra af deildastjórum. Frístundaheimili verður í boði fyrir 1.-3. bekk til kl. 15:30.
Lesa meira

Tilkynning frá Njarðvíkurskóla

Nú er ljóst að skólastarf mun raskast verulega í ljósi takmarkana sem sóttvarnalæknir hefur sett. Meginlínan í Njarðvíkurskóla verður sú að nemendum í 1. - 6. bekk verður skipt í tvo hópa og verður hópunum kennt sitthvorn daginn. Nemendur í 7. - 10. bekk verða í heimanámi með aðstoð kennara. Skipulag fyrir nemendur í sérdeildunum Ösp og Björk eru send til foreldra af deildastjórum. Nemendur mæta á mismunandi tímum á morgnana og fara heim á mismunandi tíma. Frístundaheimili verður í boði fyrir 1.-3. bekk til kl. 15:30. Matur verður afgreiddur inn í stofur og verður boðið upp á mat fyrir þá sem eru í áskrift hjá Skólamat. Í dag fá allir árgangar póst frá umsjónarkennara með fyrirmælum um hvernig næstu dögum verður háttað og tímasetningum. Mikilvægt er að nemendur komi inn um þá innganga og á þeim tíma sem þeim er ætlað. Vinsamlega farið vel yfir þær leiðbeiningar sem sendar verða og ræðið við nemendur. Skólanum hefur verið skipt upp í sóttvarnarými og nemendur verða að halda sig innan þess og svo innan hvers rýmis í sinni stofu. Á meðan að á þessum takmörkunum stendur eru foreldrar og aðrir beðnir um að koma ekki inn í skólann heldur senda frekar tölvupóst á viðkomandi starfsmann eða hringja. Með von um gott samstarf Skólastjórnendur Njarðvíkurskóla ____________________ Dear parents / guardians It is now clear that schooling will be significantly disrupted in light of the limitations set by the Icelandic department of Heath and epidemilogy. The main focus in Njarðvíkurskóli will be that students in grades 1 - 6 will be divided into two groups and the groups will be taught every other day. Students in grades 7-10 will be homeschooled with teacher assistance. Plans for Björk and Ösp will be sent to parents by department managers there. Students show up at different times in the morning and go home at different times. Frístund will be available for first-third grade, until 15:30. Food will be consumed in the classroom and those who are subscribed to Skólamatur will be offered a food. Today, all grades receive mail from their teachers with instructions on how the next days will be and all timings. It is important that students come in at the entrance and at the time they are intended. Please carefully review the instructions that will be sent and discuss with your children. The school has been divided into quarantine rooms and students must stay within it and then within their group in the classroom. During these restrictions, parents and others are asked not to enter the school but rather send an email to the staff or call. With the hope of good cooperation, School administrators of Njarðvíkurskóli
Lesa meira

Áríðandi tilkynning - Starfsdagur mánudaginn 16. mars

Í ljósi fyrirmæla heilbrigðisyfirvalda sem gefin voru út fyrr í dag verður starfsdagur í grunnskólum Reykjanesbæjar mánudaginn 16. mars. Starfsdagurinn verður nýttur í að undirbúa og skipuleggja skólastarf á því tímabili sem takmörkunin nær til. Því fellur skólastarf niður og frístundaheimilið verður lokað. Important announcement - organizational day Monday March 16th. Due to instructions the government health organization released earlier today Monday March 16th will be an organizational day in all Reykjanesbær schools. The day will be used to prepare and organize education for the time we are under limitations. For this reason classes will be cancelled and after school daycare (Frístund) will be closed on Monday. Ważna wiadomość Poniedziałek 16 marca szkoła będzie zamknięta. W świetle zarządzeń władz sanepidu wydanych wcześniej wszystkie szkoły w Reykjanesbær będą zamknięte 16 marca. Tego dnia pracownicy szkoły będą przygotowywać szkołę na najbliższe dni. Tego dnia nie ma zajęć szkolnych oraz zamknięta będzie świetlica.
Lesa meira

Árshátíð Njarðvíkurskóla frestað

Ágætu foreldrar og forráðamenn, Sú ákvörðun hefur verið tekin vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar að fresta árshátíðum grunnskólanna sem áttu að fara fram á næstu vikum. Þessi ákvörðun er tekin í samráði við fræðsluyfirvöld og neyðarstjórn Reykjanesbæjar og er tilgangurinn sá að draga eins og kostur er úr ónauðsynlegum fjölmennum samkomum.
Lesa meira

Erlendur Guðnason í 2. sæti í stærðfræðikeppni grunnskólanema

Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja 27. febrúar. Í 10. bekk lenti Erlendur Guðnason í 2. sæti. Alexander Logi Chernyshov Jónsson og Ingólfur Ísak Kristinsson lentu í 6.-11. sæti. Í 8. bekk lentu Magnús Orri Lárusson og Unnur Ísold Kristinsdóttir í 6.-10. sæti. Njarðvíkurskóli óskar þeim öllum til hamingju með flottan árangur.
Lesa meira

Vegna COVID-19 kórónaveirunnar

Áhrif COVID-19 veirunnar halda áfram að hafa áhrif á okkar daglega líf og störf. Mikilvægt er að gæta vel að öllum sóttvörnum og fara í einu og öllu að ráðleggingum sóttvarnalæknis. Einnig er gott að nemendur sem eru kvíðnir ræði við kennara og námsráðgjafa, en mikilvægt er að halda ró sinni meðan þetta ástand varir. Almennt gildir að mæta ekki í skólann með kvef eða önnur einkenni sem svipar til einkenna kórónaveirunnar. Þá treystum við því að nemendur sem eiga að vera í sóttkví skv. tilmælum landlæknis haldi sig í sóttkví. Ef nemandi er að koma frá útlöndum og er í vafa um hvort rétt væri að fara í sóttkví hvetjum við til þess að hringt sé í símanúmerið 1700 og fengin ráðgjöf um það áður en mætt er í skólann. Það er mjög mikilvægt að við hjálpumst öll að við að hægja á útbreiðslu veirunnar. Við erum öll ábyrg og þetta er verkefni okkar allra. Það er mikilvægt að forráðamenn láti okkur vita í síma 420-3000 eða á njardvikurskoli@njardvikurskoli.is ef nemandi smitist eða þarf að vera heima í sóttkví en skólinn mun leita allra leiða til að nemendur nái að halda dampi í náminu. Einnig óskum við eftir því að forráðamenn láti vita ef einhver er í sóttkví á heimili nemanda í Njarðvíkurskóla. Að öðru leyti eru veikindatilkynningar með sama hætti og venjulega. Við viljum ítreka við forráðamenn að fylgjast vel með tilmælum landlæknis en nýjustu upplýsingar má finna hverju sinni hér https://www.landlaeknir.is/koronaveira/. Um síðustu helgi komu út leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti vegna COVID-19 sem forráðamenn eru hvattir til að kynna sér en þær má finna á ofangreindri vefsíðu. Aðgerðir Njarðvíkurskóla miða að því að koma í veg fyrir að smit berist á milli einstaklinga og því er lögð mikil áhersla í skólanum á handþvott og hreinlæti. Greiður aðgangur er að spritti til sótthreinsunar í skólanum þar sem sprittbrúsar eru í öllum skólastöfum og rýmum. Meiri þungi en áður er á sótthreinsun snertiflata eins og hurðahúna, slökkvara og handriða. Samkvæmt beiðni frá Ríkislögreglustjóra þá hefur sjálfsskömmtun verið hætt hjá Skólamat. Mat, meðlæti, vatni og leirtaui er skammtað til nemenda. Vegna breytinga á sjálfsskömmtun verður matseðli breytt og hann einfaldaður að hluta.
Lesa meira

Skólahald í Njarðvíkurskóla verður með eðlilegum hætti í dag - Búið að undirrita kjarasamninga

Skólahald í Njarðvíkurskóla verður með eðlilegum hætti í dag mánudaginn 9. mars, þar sem aðildarfélög BSRB eru búin að undirrita kjarasamninga. Það verður því ekki röskun á skólastarfi og mun kennsla fara samkvæmt stundaskrá í dag. Today is a normal school day in Njarðvíkurskóli - No stike.
Lesa meira

Frá Njarðvíkurskóla vegna boðaðs verkfalls aðildarfélaga BSRB

Vegna boðaðs verkfalls aðildarfélaga BSRB mun stór hópur félagsmanna BSRB leggja niður störf mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars nk. Ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma mun röskun verða á skólastarfi þar sem stuðningsfulltrúar og starfsmenn skóla aðrir en kennarar, stjórnendur og félagsmenn BHM og VSFK leggja niður störf. Til að gæta fyllsta öryggis verður skólastarfi Njarðvíkurskóla háttað þannig þessa daga ef til verkfalls kemur að: 1.-4. bekkur mætir í skólann frá 8:15 - 9:35 5.-6. bekkur mætir í skólann frá 9:55 - 11:15 7. bekkur mætir í skólann frá 9:55-12:00 8.-10. bekkur mætir í skólann frá 8:15 - 12:00 Samræmt próf í íslensku í 9. bekk er á áætlun 10. mars. Fyrirlögnin á ekki að raskast en ef breytingar verða munum við láta vita. Hádegisverður verður ekki framreiddur þessa daga og frístundaheimilið verður lokað. Hefðbundin sund- og íþróttakennsla verður ekki þessa daga þar sem verkfall á við starfsmenn íþróttahúss. Því þurfa nemendur ekki að koma með íþrótta- eða sundföt. Íþrótta- og sundkennarar munu sinna kennslu með öðrum hætti en venjulega. Foreldrar eru vinsamlega beðnir um að virða tímasetningar og ná í börnin sín á tilsettum tíma ef þau ganga ekki sjálf heim. Vinsamlegast notið Mentor til að tilkynna veikindi/leyfi eða sendið tölvupóst á njardvikurskoli@njardvikurskoli.is þar sem ekki verður tekið á móti tilkynningum símleiðis. Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með fréttum sunnudaginn 8. mars til að geta brugðist við á mánudagsmorgun ef til verkfalls kemur. Athugið að í skólum Reykjanesbæjar eru mismunandi aðstæður og skólar bregðast við á mismunandi hátt út frá stöðunni á hverjum stað. Með kveðju, Skólastjórn
Lesa meira

Tilkynning frá Njarðvíkurskóla vegna COVID-19, Kórónaveiru

Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda í Njarðvíkurskóla Eins og ykkur öllum er eflaust kunnugt um hefur ríkislögreglustjóri lýst yfir hættustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru (COVID-19). Undanfarinn mánuð höfum við lagt sérstaka áherslu á hreinlæti s.s. reglulegan handþvott og notkun handspritts í skólanum okkar með það fyrir augum að fyrirbyggja smithættu. Á veggi á öllum salernum skólans hafa verið festar leiðbeiningar um handþvott og í um tvær vikur hefur verið farið yfir helstu snertifleti (hurðarhúna og handrið) með sprittvökva reglulega og verður því haldið áfram. Mikilvægt er að heima sé rætt við börnin og þeim leiðbeint um handþvott, að hósta eða hnerra í olnbogabót en ekki lófa og annað sem fram kemur á meðfylgjandi skýringarmyndum. Eins og staðan er í dag þá væri æskilegt að nemendur komi með sín eigin skriffæri í skólann en við munum samt sem áður vera með skriffæri fyrir nemendur í kennslustofum. Við bendum jafnframt á mikilvægar upplýsingar frá Embætti landlæknis um hvernig forðast eigi smit kórónuveirunnar Covid-19 og hvað eigi að gera ef grunur vaknar um smit. Einnig er bent sérstaklega á lykilsímanúmerið 1700, sem allir eiga að hringja í ef áhyggjur af smiti eru til staðar. Vefir almannavarna og embættis landlæknis eru bestu upplýsingalindirnar um þessi mál. Stjórnsýslan og heilbrigðisyfirvöld vinna nú kappsamlega gegn útbreiðslu veirunnar og viljum við leggja áherslu á að farið sé að tilmælum sóttvarnalæknis og annarra sérfræðinga hvað snertir hreinlæti, sýkingarvarnir, sóttkví og samstöðu. Hér má finna upplýsingar sem ætlaðar eru fyrir börn og ungmenni: https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item39277/Grunnupplysingar-um-koronaveiruna-fyrir-born-og-ungmenni?fbclid=IwAR0dQ7LnkDMF5cX7-citHdP2_-xmrlENAP_IrOXt782uQQBO1wK4_qNwgbY Hér er fréttatilkynning frá Embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar þar sem m.a. koma fram leiðbeiningar vegna ferðalaga, https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item39279/frettatilkynning-vegna-koronaveirunnar-covid-19-28022020?fbclid=IwAR3X30IWGunhIuhhmtTIi1nmX4UIF7WZ4mLkx_AmoFkSFr9gBsqjay-ILfA As state of alert has now been issued because of the COVID-19 coronavirus The Department of Civil Protection and Emergency Management emphasizes the importance that everyone follows instructions issued by the Icelandic chief of epidemiology. Newest information can always be found on the web www.landlaeknir.is Parents and guardians are asked to monitor regularly which areas have been defined as risk areas. If children or their families have been staying in those areas, they will need to go into quarantine as instructed by the Directorate of Health. It would be wise that students bring there own pencils and other equipment to school for next weeks but we will still have school equipment in every classroom. Parents of children who have a weak immune system or underlying respiratory diseases are advised to consult with their medical specialist or family doctor. Individuals who have symptoms and might have been exposed to infection, for example due to travelling, are encouraged to contact health authorities by calling the number 1700 and get instructions. Those who have been in close contact with individuals that have a confirmed or possible infection will need to go into quarantine, as will those who have recently traveled to areas defined as risk areas. Bestu kveðjur / best regards, Skólastjórn
Lesa meira

Vetrarleyfi í Njarðvíkurskóla

Samkvæmt skóladagatali er vetrarleyfi í skólanum mánudaginn 2. mars og þriðjudaginn 3. mars. Engin kennsla er þessa daga og frístundaheimilin eru lokuð. Allir eru því í leyfi þessa tvo daga.
Lesa meira