Keppnislið Njarðvíkurskóla í Skólahreysti tók þátt í skólahreysti og endaði í 4. sæti í sínum riðli í ár.
Lið Njarðvíkurskóla skipuðu þau Kristinn Einar Ingvason, Karen Ósk Lúthersdóttir, Logi Örn Logason og Hafdís Inga Sveinsdóttir, Dagbjört Dóra Kristmannsdóttir og Viktor Leó Elísasson voru varamenn.
Hafdís Inga setti glæsilegt skólamet í að hanga á slá þar sem hún hékk í 11 mínútur og 11 sekúndur, með því bætti hún met með systur sinnar Elvu Lísu frá árinu 2013 um þrjár sekúndur. Þá tók hún líka þátt í armbeygjum og gerði 32 slíkar. Logi Örn tók þátt í upphýfingum og dýfum þar sem hann var með 26 upphýfingar og 14 dýfur. Þá tóku Kristinn Einar og Karen Ósk þátt í þrautabraut þar sem þau kláruðu brautina á 3 mínútum og 3 sekúndum.
Liðið stóð sig því með prýði og voru vel studd áfram af fjölmörgum og eldhressum áhorfendum frá Njarðvíkurskóla.