Umhverfi Njarðvíkurskóla
Miðvikudagurinn 14. maí er skertur nemendadagur í Njarðvíkurskóla. Nemendur í 1.-6. bekk mæta 8:15 og skóla lýkur 10:35. Frístundaheimili skólans tekur þá við hjá þeim nemendum sem eru skráðir þar. Nemendur eru hjá umsjónarkennara í heimastofum þessa tíma og unnið er að námsmati auk annars.
Nemendur í 7.-10. bekk mæta kl. 8:15 í lokapróf eftir próftöflu sem er á heimasíðu skólans. Nemendur í 7. og 8. bekk taka stærðfræðipróf og nemendur í 9. og 10. bekk taka íslenskupróf. Nemendur hafa próftíma til kl. 10:00 og lýkur skóladeginum þá.
Hefðbundinn skóladagur er hjá nemendum í Ösp sem og frístundastarf þennan dag.