Fréttir

Jólahátíð 17. desember og jólafrí

Föstudaginn 17. desember er jólahátíð Njarðvíkurskóla. Þetta er skertur nemendadagur svo nemendur mæta á jólahátíðina og fara svo heim að henni lokinni. Frístundaskólinn er lokaður þennan dag bæði yngri deild sem og frístundaskólinn í Ösp. Skipulag jólahátíðar er eftirfarandi: Nemendur í 1.,2.,3. og 10. bekk mæta kl. 8:30 eru til kl. 10:00 Nemendur í 4.,5.,6.,7.,8. og 9. bekk mæta kl. 10:15 og eru til kl. 11:15 Upplýsingar koma frá hverjum umsjónakennara varðandi hvað nemendur eiga koma með á jólahátíðina. Að lokinni jólahátíð hefst jólafrí hjá nemendum og starfsmönnum skólans. Skólastarf hefst samkvæmt stundatöflu eftir jólafrí mánudaginn 3. janúar 2022 Starfsfólk Njarðvíkurskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum góðar stundir og samstarfið á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Grænfáninn afhentur Njarðvíkurskóla í sjötta sinn

Í síðustu viku fékk Njarðvíkurskóli afhentan Grænfánann í sjötta sinn við hátíðlega athöfn. Grænfáninn er afhentur skólum sem leggja áherslu á umhverfismennt og menntun til sjálfbærni. Njarðvíkurskóli vinnur samkvæmt umhverfisstefnu Reykjanesbæjar. Meginmarkmið með umhverfismennt er að auka þekkingu og virðingu nemenda fyrir umhverfi sínu og skapa jákvætt viðhorf nemenda og starfsmanna til umhverfismála. Með aukinni þekkingu á umhverfismálum og jákvæðu viðhorfi nemenda og starfsmanna er auðveldara að fá þau til að flokka sorp og ganga betur um náttúruna. Nemendur og starfsfólk skólans hafa verið að taka sig á í umhverfismálum síðustu ár.
Lesa meira

Jólahátíð færist til 17. desember - breyting á skóladagatali

Samkvæmt skóladagatali er jólahátíð mánudaginn 20. desember sem við höfum nú fært til föstudagsins 17. desember og verða allir komnir i jólafrí að henni lokinni (enginn skóli 20. desember). Ástæðan fyrir þessari breytingu er að töluvert er um smit í okkar nærumhverfi og þessi helgi á milli 17. desember og 20. desember skiptir svo miklu máli í þessu samhengi, gefur okkur tíma ef upp kemur smit hér að þeir sem fara í sóttkví nái að ljúka því fyrir jólin ef síðasti skóladagur er hér 17. desember. Þetta hefur þó í för með sér að allt færist aftur um einn dag í vor. Við vitum að fyrirvarinn er ekki langur með þessa breytingu en við höldum þó að það sé til mikils að vinna í þetta skiptið miðað við stöðuna í samfélaginu.
Lesa meira

Sýning á áhugasviðsverkefnum

Njarðvíkurskóli hefur hrint af stað nýju og spennandi verkefni með nemendum í 5.-7. bekk. Verkefnið leggur áherslu á að nemendur fái að skoða og rannsaka efni innan síns áhugasviðs. Myndað hefur verið teymi sem sér um að halda utan um mikilvæga þætti sem koma að verkefnunum, til að styðja við nemendur og kennara við vinnu og framsetningu þeirra. Strax frá upphafi hafa nemendur sýnt verkefninu mikinn áhuga og eru þeir fullir eldmóði og útsjónarsemi. Það hefur verið einstaklega gaman að sjá hversu hugmyndaríkir og hjálpsamir þeir hafa verið í gegnum vinnuna. Áhugasvið nemendanna er breitt og voru hugmyndirnar mjög fjölbreyttar eins og sást á sýningu sem var sett upp á sal skólans miðvikudaginn 24.nóvember. Sýningin heppnaðist vel og komu áhugasamir samnemendur að skoða á meðan nemendur í 5.-7. bekk stóðu stoltir hjá verkefnunum sínum, tilbúnir að svara spurningum.
Lesa meira

Starfsdagur / Teachers work day / Dzien organizacyjny

Fimmtudaginn 25. nóvember er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað þennan dag. Thursday the 25th of November is a teachers work day in Njarðvíkurskóli. All students have a vacation this day. The after school program is closed this day. Czwartek, 25. listopad jest dniem pracy nauczyciela w Njardvikurskoli. Wszyscy studenci maja wakacje tego dnia. Program zajec pozalekcyjnych jest dzis zamkniety.
Lesa meira

Matreiðslukeppni hjá 10.HH

Matreiðslukeppni fór fram í vikunni hjá 10.HH sem umbun í tengslum við PBS. Nemendur komu sjálfir með hráefni að heiman. Meðal þess sem borið var fram voru hamborgarar, eðla með snakki, kjúklingur, nautasteik með kartöflum og heimalagaðri bernaise sósu og svo síðast en alls ekki síst ljúffengur eftirréttur í glösum sem innihélt brúnköku, ís, ávexti og karmellusósu. Eftirrétturinn hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni.
Lesa meira

Fjölmörg skemmtileg verkefni á vináttudegi í Njarðvíkurskóla

8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Í tilefni dagsins var vináttudagur í Njarðvíkurskóla þar sem nemendur og starfsmenn unnu að fjölmörgum skemmtilegum verkefnum þar sem megináhersla var á vináttu, samvinnu og gleði.
Lesa meira

Upplýsingar um tilhögun skólastarfs frá 15. nóvember 2021

Grunnskólar – skipulag frá 15. nóvember Frá mánudeginum 15. nóvember er grunnskólastarfið með eftirfarandi hætti. Tilhögun skólastarfsins getur verið ólíkt milli skóla þar sem aðstæður eru mismunandi. Í grunninn byggist skipulagið á eftirfarandi þáttum: - Í grunnskólum gilda almennar reglur um 50 manna fjöldatakmörk - Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni, göngum og í matsal er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun. Einnig eiga fjöldatakmarkanir ekki við um frímínútur á skólalóð - Nálægðarmörk eru 1 metri milli ótengdra aðila - Ef ekki er hægt að virða mörkin er skylt að nota andlitsgrímu. Þrátt fyrir þetta eru íþróttir með snertingu áfram heimilar hjá börnum og fullorðnum. Enn fremur eru nemendur í 1. til 4. bekk undanþegin 1 metra reglunni - Þá er heimilt að víkja frá 1 metra nálægðartakmörkun milli nemenda í grunnskólum þar sem henni verður ekki viðkomið. - Nemendur í 1. – 10. bekk eru undanþegin grímuskyldu - Starfsfólk skal nota andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja nálægðartakmörkun - Starfsfólki er heimilt að taka niður grímu eftir að sest er niður inni í skólastofum - Blöndun milli hópa er heimil - Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til. Stjórnendum grunnskóla er heimilt að krefja foreldra, þurfi þeir að koma inn í skólabyggingu, um að nota andlitsgrímur. Við hvetjum alla til þess að gæta að persónulegum smitvörnum, minnum á mikilvægi handþvottar og notkun spritts. Við erum í þessu saman.
Lesa meira

Starfsáætlun Njarðvíkurskóla 2021-2022

Starfsáætlun Njarðvíkurskóla fyrir skólaárið 2021-2022 var samþykkt af skólaráði 5. október 2021 og í fræðsluráði Reykjanesbæjar 4. nóvember 2021. Samkvæmt 29 gr. grunnskólalaga ber hverjum grunnskóla að gefa út skólanámskrá og starfsáætlun. Skólastjóri er ábyrgur fyrir gerð þeirra og skal semja þær í samráði við kennara. Skólanámskrá er nánari útfærsla á Aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu grunnskóla og aðstæðum og skal endurskoða reglulega. Í árlegri starfsáætlun er m.a. gerð grein fyrir skóladagatali, þ.m.t. lengd jólaleyfis, páskaleyfis og annarra vetrarleyfa, starfsáætlun nemenda, skólareglum, stoðþjónustu, félagslífi og öðru því sem varðar starfsemi skólans ár hvert. Þar skal birta upplýsingar um starfslið skólans, stjórnkerfi, mögulegan stuðning fyrir nemendur af ýmsu tagi og almennar hagnýtar upplýsingar um skólahald hvers skólaár. Starfsáætlun skóla skal árlega lögð fyrir skólanefnd til staðfestingar sem staðfestir gildistöku hennar þegar ljóst er að hún hafi verið unnin í samræmi við lög, reglugerðir, Aðalnámskrá, kjarasamninga og ákvarðanir sveitastjórnar um fyrirkomulag skólahalds.
Lesa meira

Skólablakmót BLÍ

14. október tóku nemendur úr 4. og 5. bekk Njarðvíkurskóla þátt í Skólablaksmóti Blaksambands Íslands í Nettóhöllinni. 10 nemendur úr 4.bekk og 14 nemendur úr 5.bekk öttu kappi við nemendur úr grunnskólum af Reykjanesi í stuttum og skemmtilegum blakleikjum. Það var sýnt frá þessu móti í Landanum á RÚV 17.október.
Lesa meira