Ljósanótt í Reykjanesbæ
Nú styttist í hina árlegu Ljósanæturhátíð og viljum við koma á framfæri upplýsingum um dagskrá í Njarðvíkurskóla tengda hátíðinni.
Þriðjudagur 2. september
Söngur á sal þar sem nemendur hittast og syngja lög tengd Ljósanótt.
Fimmtudagur 4. september
Karen Ósk Lúthersdóttir formaður nemendaráðs og Vilberg Eldon Logason varaformaður draga að húni Ljósanæturfánann við skólann kl. 8:20.
Nemendur í 3., 7. og 10. bekk taka þátt í setningu Ljósanætur í Skrúðgarðinum við Sólvallargötu kl.10:30-11:15. Nemendur í 3. bekk fara með strætó en nemendur í 7. og 10. bekk ganga.
Ljósanæturdanspartý á skólalóð Njarðvíkurskóla kl.12:40-13:20 fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Nemendaráð skólans stýrir tónlist og dansi.
Dagskrá í skrúðgarði:
Halla Karen Guðjónsdóttir viðburðastjóri aðstoðar við uppstillingu og kynnir dagskrá.
Bæjarstjóri ávarpar hópinn og setur Ljósanótt formlega.
Formaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar dregur Ljósanæturfánann að húni. Marglitur fáninn táknar fjölbreytileika íbúa Reykjanesbæjar og nemenda.
VÆB stýrir fjöldasöng með krökkunum.
Allir syngja saman lag og texta Ásmundar Valgeirssonar, "Velkomin á Ljósanótt".
Við hvetjum bæði nemendur og starfsfólk til að mæta í einhverju grænu í skólann bæði 2. og 4. september.