Ólympíuhlaup ÍSÍ í Njarðvíkurskóla

Nemendur Njarðvíkurskóla tóku þátt í hinu árlega Ólympíuhlaupi ÍSÍ í dag, 18. september. Hlaupið tókst vel þrátt fyrir smá kulda en hlaupið var í fallegu veðri.

Markmið hlaupsins er að hvetja nemendur til aukinnar hreyfingar og útiveru, ásamt því að undirstrika mikilvægi reglulegrar líkamsræktar fyrir heilsu og vellíðan. Með þátttöku sinni sýndu nemendur að þeir skildu mikilvægi þess að hreyfa sig og reyna á líkamann.

Ólympíuhlaupið er líka góð áminning um að hreyfing er ekki aðeins heilsusamleg heldur getur líka verið skemmtileg og gefandi reynsla fyrir alla.