Ljósanótt í Reykjanesbæ var sett í dag, fimmtudag, þar sem nemendur og starfsfólk Njarðvíkurskóla tóku virkan þátt. Dagskráin hófst með því að Ljósanæturfáninn var dreginn að húni við skólann. Það voru þau Karen Ósk og Vilberg Eldon,formaður og varaformaður nemendafélagsins, sem drógu fánann að húni.
Stemningin var sérlega hátíðleg þegar nemendur úr 3., 7. og 10. bekk gengu fylktu liði í skrúðgarðinn í Keflavík þar sem formleg setning hátíðarinnar fór fram. Þar skemmtu þau sér undir glæsilegum skemmtiatriðum, þar sem meðal annars komu fram VÆB bræður og sungið var ljósanæturlagið ásamt því að hátíðin sjálf var formlega sett.
Eftir hádegi var haldið glæsilegt Ljósanæturball í íþróttahúsinu þar sem nemendur dönsuðu og skemmtu sér konunglega undir stjórn nemendafélagsins sem sáu um að skipuleggja ballið. Var skemmtilegt að sjá hvað allir nemendur voru glöð og virkir þátttakendur í dans og söng.
Með þessari frétt má sjá myndir frá deginum í skólanum og frá setningu hátíðarinnar í skrúðgarðinum.