Hátíðarmatur og jólaföndur í Njarðvíkurskóla 2023

Nemendur í jólaföndri
Nemendur í jólaföndri

Á aðventunni er hefð fyrir því að nemendur og starfsfólk Njarðvíkurskóla geri sér glaðan dag og föndri saman. Það er mikilvægt að brjóta upp hefðbundið skólastarf. 13. desember var jólaföndursdagur og voru nemendur duglegir að föndra og skapaðist góð stemning.

Sama dag var hinn árlegi hátíðarmatur í skólanum. Starfsmenn skólans báru á borð fyrir alla nemendur og salurinn er skeyttur. Þetta er alltaf hátíðleg stund og tengist föndurdeginum sem var haldinn sama dag. Boðið var upp á kalkún með salvíusmjöri, vegan Wellington, gljáðar kartöflur, eplasalat, heita sveppasósa og ísblóm.