Stóri plokkdagurinn 2025

Stóri Plokkdagurinn í Njarðvíkurskóla var tekinn með trompi föstudaginn 25.apríl og tvær fyrstu kennslustundir föstudagsins fóru í þetta verkefni. 

Nemendur og starfsfólk sameinuðust í því að plokka allt rusl í nærumhverfi skólans með góðum árangri. Dugnaður og drifkraftur hjá þessu flotta fólki var til fyrirmyndar og gaman að geta tekið þátt í þessu landsátaki með svo kraftmiklum hætti.