Guðni Th. Jóhannesson
Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, heimsótti í dag Njarðvíkurskóla og átti þar samtal við nemendur í 8.–10. bekk skólans. Heimsóknin var hátíðleg og gaf nemendum tækifæri til að hlýða á fróðlegt erindi um hann sjálfan og reynslu hans af forsetaembættinu.
Áður en Guðni ávarpaði nemendur fóru Viktoría Sól Sigurðardóttir og Karen Gígja Guðnadóttir yfir æviágrip hans á vandaðan og greinargóðan hátt. Nemendur sýndu Guðna mikla virðingu og voru til fyrirmyndar í framkomu.
Njarðvíkurskóli þakkar Viktoríu Sól og Kareni Gígju góða kynningu og Guðna Th. Jóhannessyni kærlega fyrir heimsóknina. Mikill heiður fyrir nemendur skólans að fá hann í heimsókn.