Jólahátíð Njarðvíkurskóla 2025
Jólahátíð Njarðvíkurskóla verður haldin föstudaginn 19. desember. Þetta er skertur nemendadagur og mæta nemendur eingöngu á jólahátíðina og fara heim að henni lokinni. Frístundaheimilin eru lokuð þennan dag, bæði í Njarðvíkurskóla og í Ösp.
Nemendur í 1.-10. bekk, í Björk og Ösp mæta í heimastofur kl. 09:50. Jólahátíðinni lýkur kl. 11:15. Nemendur eru hvattir til að mæta prúðbúnir á jólahátíðina.
Þar sem allir nemendur skólans mæta og fara heim á sama tíma verður bílastæðið milli íþróttahúss og fótboltavallar, sem og bílastæðið við Brekkustíg, eingöngu ætlað forráðamönnum þennan dag. Markmiðið með þessu er að minnka líkur á umferðaröngþveiti við komu og brottför nemenda.
Upplýsingar koma frá hverjum umsjónarkennara varðandi hvað nemendur eiga koma með á jólahátíðina.
Á jólahátíðinni eru stofujól, horft er á helgileik sem nemendur í 6. bekk leika og syngja, lesin er jólasaga og svo koma nemendur á sal þar sem gengið er í kringum jólatré og sungið saman.
Að lokinni jólahátíð hefst jólafrí hjá nemendum og starfsfólki skólans.
Skólastarf hefst að nýju eftir jólafrí mánudaginn 5. janúar 2026. Um er að ræða skertan nemendadag þar sem nemendur mæta samkvæmt stundatöflu frá kl. 9:55 og eru í skólanum til kl. 13:20 eða kl. 14:00, auk valgreina eftir því sem við á. Frístundaheimilin í Njarðvíkurskóla og í Ösp verða opin þennan dag frá kl. 8:15-9:55 og aftur frá kl. 13:20-16:15.