Aðventustund í Ytri-Njarðvíkurkirkju

Í dag var aðventustund í Ytri-Njarðvíkurkirkju þar sem sr. Baldur Rafn Sigurðsson og Stefán H. Kristinsson organisti tóku á móti nemendum og starfsmönnum. Þar áttum við hátíðlega stund, sungum jólalög, hlýddum á jólasögu og jólahugvekju.