Ævar vísindamaður las upp úr nýrri bók

22.10.2019
22.10.2019

Rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson (Ævar vísindamaður) kom í heimsókn í morgun og las upp úr nýju bókinn sinni, Þinn eigin tölvuleikur, fyrir 3.-7. bekk. Nemendur voru mjög áhugasamir, hlustuðu spenntir á upplesturinn og spurðu skemmtilegra spurninga.

Þinn eigin tölvuleikur er bók! Bara öðruvísi en aðrar bækur. Hér ert þú söguhetjan og ræður ferðinni. Þú sogast inn í stórhættulegan tölvuleik og til að komast aftur heim þarftu að berjast við uppvakningaher, sleppa frá mannætuplöntum, leysa óleysanlega ráðgátu, temja dreka og vinna landsleik í fótbolta!

Þinn eigin tölvuleikur er sjötta bókin í einum vinsælasta íslenska bókaflokki síðari ára, en fyrri bækurnar hafa hlotið fjölda viðurkenninga.

Yfir 120 ólíkir endar.
Sögulok spanna allt frá eilífri hamingju til skyndilegs bana.
Ævintýralega góð skemmtun fyrir alla krakka.