Bekkur gefinn til minningar um Gísla Þór Þórarinsson

Pálína Heiða Gunnarsdóttir og Guðni Erlendsson fulltrúar úr 1978 árgangi í Njarvíkurskóla ásamt Elía…
Pálína Heiða Gunnarsdóttir og Guðni Erlendsson fulltrúar úr 1978 árgangi í Njarvíkurskóla ásamt Elíasi Bjarka Pálssyni og Erlendi Guðnasyni, sonum þeirra úr útskriftarárgangi 2004.

,,Finndu mig, ég mun lýsa þína leið“

Bekkurinn Klettur er gefinn af nemendum árgangs 1978 úr Njarðvíkurskóla til minningar um góðan vin og skólafélaga. Bekkurinn Klettur varð fyrir valinu sem minningargjöf því Gísli Þór var ákaflega traustur og mikill klettur í sínum vinahópum.

Á sínum yngri árum átti Gísli Þór margar góðar stundir með sínum vinum og félögum á skólavellinum við Njarðvíkurskóla, þar sem hann spilaði bæði körfubolta og fótbolta af mikilli innlifun, og því var minningarbekknum fundinn staður á skólavellinum við Njarðvíkurskóla.

Er það von gefenda að sem flestir gefi sér tíma til að tylla sér á bekkinn og hugsa um gamlar og góðar stundir.

Með kveðju
Árgangur 1978 úr Njarðvíkurskóla

_______

Klettur bekkur, sem framleiddur er af Steypustöðinni, hefur ríkjandi línur og lágt bak sem gerir það að verkum að bekkurinn fellur vel að umhverfi sínu. Bekkurinn hefur hvorki framhlið né bakhlið og bíður því upp á tvær setstöður. Annars vegar að staldra stutt við og tylla sér í hárri sethæð, eða þá að sitja í lengri tíma í hefðbundinni sethæð. Klettur er hannaður af Hildi Steinþórsdóttur arkitekt og Rúnu Thors vöruhönnuði auk þess sem Arna Steinarsdóttir sjúkraþjálfari veitti ráðgjöf varðandi góða setstöðu. Bekkurinn er úr sjálfpakkandi steypu sem er þétt og endingargóð auk þess að hafa þann eiginleika að draga í sig hita sólarinnar. Engir tveir bekkir koma nákvæmlega eins út úr framleiðslu og er því hver bekkur einstakur.

_______

Á bekknum er QR kóði sem hægt er að skoða minningasíðu um Gísla Þór