Bríet Björk og Lilja Rún fulltrúar Njarðvíkurskóla

Lilja Rún Gunnarsdóttir, Bríet Björk Hauksdóttir og Sólrún Brynja Einarsdóttir.
Lilja Rún Gunnarsdóttir, Bríet Björk Hauksdóttir og Sólrún Brynja Einarsdóttir.

Í vetur hafa nemendur í 7. bekk verið að æfa sig í framsögn og upplestri sem er liður í Stóru upplestrarkeppninni. Í febrúar tóku þeir þátt í bekkjarkeppnum þar sem 12 fulltrúar voru valdir til að keppa í skólakeppninni um að verða fulltrúar Njarðvíkurskóla á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem verður haldin í Berginu, Hljómahöll 9. apríl.

Í skólakeppninni sem haldin var á sal Njarðvíkurskóla dag voru Bríet Björk Hauksdóttir og Lilja Rún Gunnarsdóttir valdar sem fulltrúar skólans og til vara Sólrún Brynja Einarsdóttir. Dómarar í keppninni voru Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri Njarðvíkurskóla, Ástríður Helga Sigurðardóttir íslenskukennari og Anna Hulda Einarsdóttir kennsluráðgjafi. Valið var ekki auðvelt hjá dómurum keppninnar en þátttakendur stóðu sig allir mjög vel sem og áhorfendur en það voru nemendur í 6. og 7. bekk.

Njarðvíkurskóli óskar stúlkunum til hamingju og góðs gengis í lokakeppninni.