Dagur gegn einelti - Vináttudagur

Dagur gegn einelti - Vináttudagur
Dagur gegn einelti - Vináttudagur

Dagur gegn einelti- Vináttudagur er haldinn 8. nóvember ár hvert og er helgaður baráttunni gegn einelti. Dagurinn var í fyrsta sinn haldinn árið 2011 og þá til að vekja athygli á því að einelti er ofbeldi og á aldrei að líðast. Frá árinu 2017 hefur dagurinn verið tileinkaður einelti meðal barna, einelti í skólum. Einelti er brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Þennan dag unnu nemendur og starfsfólk saman á fjölbreyttan hátt að því að hvetja til jákvæðra samskipta með t.d. umræðu og fræðslu um mikilvægi vináttu og virðingar og að einelti er ofbeldi sem verður ekki liðið.

Nýtum okkar styrkleika, setjum okkur í spor annarra og hugum að okkar eigin hegðun.

Við erum öll fyrirmyndir á einn eða annan hátt.