Dagur íslenskrar tungu

Mynd frá gleðistund á sal.
Mynd frá gleðistund á sal.

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Njarðvíkurskóla 16. nóvember með gleðistund á sal. Að venju var hátíðin fjölbreytt og afar skemmtileg. Nemendur sungu, lásu upp ljóð, lásu smásögur, sýndu frumsamið leikrit, sýndu stuttmyndir og margt fleira. Þá voru góðir gestir sem stigu á stokk en elstu nemendur á leikskólanum Gimli sungu fyrir nemendur í 1.-6. bekk.