Dagur íslenskrar tungu í Njarðvíkurskóla

Dagur íslenskrar tungu í Njarðvíkurskóla
Dagur íslenskrar tungu í Njarðvíkurskóla

Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í dag 16. nóvember var haldið upp á dag íslenskrar tungu í Njarðvíkurskóla með gleðistund á sal. Nemendur sungu, lásu upp ljóð, spiluðu á hljóðfæri, sýndu stuttmyndir og margt fleira. Þá voru góðir gestir sem stigu á stokk en elstu nemendur á leikskólanum Gimli sungu lögin Gengur betur næst og Dropalagið. Þetta er í 16. skipti sem nemendur á Gimli heimsækja okkur á degi íslenskrar tungu.
Hátíðin var tvískipt, fyrst 1.-6. bekkur og elstu nemendur á leikskólanum Gimli og síðan 7.-10. bekkur.
Frosti Kjartan og Ragna Talía voru kynnar á hátíðinni.

Dagskrá yngra stigs:
- Allir sungu Íslenskuljóðið eftir Þórarinn Eldjárn og Geirþrúður forskólakennari sá um undirleik.
- Nemendur í 1. bekk sungu lagið, Skýin.
- Nemendur af leikskólanum Gimli sungu lögin, Gengur betur næst og Dropalagið.
- Viktoría Líf Jónsdóttir, nemandi í 7. KR lék á píanó lagið Morgun eftir norska tónskáldið Edvard Grieg.
- Nemendur í 4. bekk fluttu Mánaðarvísur.
- Hafdís Inga í 8. HH las æviágrip Jónasar Hallgrímssonar og Elís Einar í 8. AÁ flutti ljóðið Söknuður eftir Jónas Hallgrímsson.
- Nemendur í 6. bekk fluttu S.T.A.F.R.Ó.F. með Orðbragði.
- Nemendur í 2. bekk sungu Á Sprengisandi. Geirþrúður forskólakennari spilaði undir á píanó.
- Að lokum sungu allir Skólasöng Njarðvíkurskóla eftir Gylfa Guðmundsson, fyrrum skólastjóra Njarðvíkurskóla.

Dagskrá eldra stigs:
- Allir sungu Íslenskuljóðið eftir Þórarinn Eldjárn.
- Hafdís Inga í 8. HH las æviágrip Jónasar Hallgrímssonar og Elís Einar í 8. AÁ flutti ljóðið Söknuður eftir Jónas Hallgrímsson.
- Viktoría Líf Jónsdóttir, nemandi í 7. KR lék á píanó lagið Morgun eftir norska tónskáldið Edvard Grieg.
- Nemendur í 9. bekk voru með spurningarkeppnina Kappsmál milli nemenda og starfsmanna.
- Allir sungu Skólasöng Njarðvíkurskóla eftir Gylfa Guðmundsson, fyrrum skólastjóra Njarðvíkurskóla.
- Nemendur í 10. bekk sýndu tvær frábærar stuttmyndir úr Gíslasögu.
- Dagskráin endaði á spurningarkeppni á milli kennara og nemenda undir stjórn nemendaráðs.