Dagur íslenskrar tungu - Rafræn hátíðarhöld 2020

Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember. Hátíðarhöld voru með óhefðbundnum hætti þetta árið vegna sóttvarnaráðstafana. Hátíðardagskrá Njarðvíkurskóla var tekin upp og sett saman í myndband sem formenn nemendaráðs, Valur Axel og Helga Vigdís kynntu. Allir nemendur í skólanum horfðu á myndbandið í sínum heimastofum í dag.

Rafræn dagskrá Njarðvíkurskóla
- 1. bekkur - Krummavísur
- 2. bekkur - Sprengisandur
- 3. bekkur - Hafið bláa hafið
- Ösp - Söngur, jóga og Fólkið í blokkinni
- 10. bekkur - Myndbrot úr verkefnum nemenda í Gísla sögu
- Kristín Arna Gunnarsdóttir - Sáuð þið hana systur mína
- Mjólkurbekkur Njarðvíkurskóla
- 4. bekkur - Íslenskuljóðið
- Nína Björk, Bríet Silfá, Elísabet Agla, Hanna Steinunn - Signir sól
- Ánægja af lestri - Hvatning til nemenda

Allir eru hvattir til þess að fagna deginum með sínum hætti og hafa íslenskt mál í öndvegi.