Dagur stærðfræðinnar var haldinn hátíðlegur í Njarðvíkurskóla 1. febrúar

Dagur stærðfræðinnar var haldinn hátíðlegur í Njarðvíkurskóla föstudaginn 1. febrúar

Markmið með degi stærðfræðinnar er tvíþætt. Að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu, einnig að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjái hana í víðara samhengi.

Á degi stærðfræðinnar voru allir kennarar í Njarðvíkurskóla hvattir til að vinna að stærðfræðilegum viðfangsefnum og horfa til þess að stærðfræði má sjá í flestum viðfangsefnum ef sett eru upp stærðfræðigleraugun. Þemað í ár hjá Fleti, samtökum stærðfræðikennara var rúmfræði og stærðfræði.

Í tilefni af deginum var stærðfræðigetraun meðal nemenda, þar sem nemendur í giskuðu á fjölda Lego-kubba í plastkassa. Fjöldi kubba var 170.

Vinningshafar fengu bíómiða í Sambíóum Keflavík á sýningu að eigin vali.

Sigurvegarar í ár eru: Hulda Elisabeth Danielsdóttir 4.AK, Nadía Líf Pálsdóttir 7.AÁ, Rannveig Guðmundsdóttir 8.ÞRH og Gunnar Björn Björnsson 9.TG.

Njarðvíkurskóli óskar sigurvegurum til hamingju og þakkar um leið Sambíóinu í Keflavík fyrir vinningana.