Einar Mikael og Ási skemmtu nemendum

Stuð í Njarðvíkurskóla
Stuð í Njarðvíkurskóla

Einar Mikael töframaður og Ásmundur Valgeirsson söngvari skemmtu nemendum í 1.-6. bekk í íþróttahúsinu í morgun í tengslum við upphaf Ljósanætur.

Einar Mikael sýndi fjölmarga töfra og sjónhverfingar en hann hefur notið ómældra vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar.

Í framhaldi steig Ásmundur Valgeirsson á svið og söng ljósanæturlagið „Velkomin á Ljósanótt“ þar sem nemendur sungu hástöfum. Það er löngu orðin hefð í Njarðvíkurskóla að Ási komi og syngi fyrir nemendur í upphafi Ljósanætur.