Fjölmörg skemmtileg verkefni á vináttudegi í Njarðvíkurskóla

Vináttudagur í Njarðvíkurskóla 2019
Vináttudagur í Njarðvíkurskóla 2019

8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Í tilefni dagsins var vináttudagur í Njarðvíkurskóla þar sem nemendur og starfsmenn unnu að fjölmörgum skemmtilegum verkefnum þar sem megináhersla var á umburðarlyndi, samkennd og fjölbreytileika og mikilvægi hans í öllu samfélaginu.

Meðal verkefna sem unnin voru á vinnáttudeginum:
Hópeflisleikir
Vináttupúsl
Kærleikshjörtu bökuð
Vinasögur
Vinabönd
Vináttukeðja
Vináttubók
Vináttuspil
Vináttuveggteppi
Vináttutré, þar sem útbúin voru til handaför (laufblöð) og skrifuð vináttuorð
Horft á fræslumyndir
Gerð voru umræðuverkefni um einelti
Nemendur skáðu niður kosti hvers og eins í bekknum.
Hugleiðsla
Stressboltar útbúnir
Hjörtu skreytt
Hendur málaðar á karton og falleg orð skrifuð
Myndbönd tengd vináttu útbúin
Myndasögur (vinasögur) settar á vegg
Útbúin handrit að „sketsum“ af samskiptum sem gerð voru myndbönd við í framhaldi