Flottur árangur í Skólahreysti

Keppnislið Njarðvíkurskóla í Skólahreysti endaði í 5. sæti í riðli 3 í ár. Helena Rafnsdóttir, Börkur Kristinsson, Samúel Skjöldur Ingibjargarson og Svanhildur Reykdal Kristjánsdóttir skipuðu lið Njarðvíkurskóla. Varamenn voru Ásgeir Orri Magnússon, Fannar Snævar Hauksson og Karlotta Ísól Eysteinsdóttir.

Börkur setti skólamat bæði þegar hann tók 37 dýfur og 34 upphýfingar. Svanhildur tók 28 armbeygjur og hékk í hreystigreip í 1:57 mín. Helena og Samúel Skjöldur voru þremur sekúndum frá besta árangri Njarðvíkurskóla þegar þau fóru hraðabrautina á 2:27 mín.

Frábær árangur hjá okkar nemendum sem voru studd áfram af frábærum samnemendum.