Föndurdagur í Njarðvíkurskóla

Á aðventunni er hefð fyrir því að nemendur og starfsfólk Njarðvíkurskóla geri sér glaðan dag og föndri saman. Það er mikilvægt að brjóta upp hefðbundið skólastarf, ekki síst á tímum líkt og við búum við í dag.

Í dag mánudaginn 14.desember var jólaföndursdagur og voru nemendur duglegir að föndra og skapaðist góð stemning líkt og má sjá á meðfylgjandi myndum.