Forvarnir gegn einelti - Vinátta forvarnaverkefni Barnaheilla

Blær
Blær

Fyrir þremur árum 9. nóvember 2017 hóf Njarðvíkurskóli innleiðingu á vináttuverkefni Barnaheilla í grunnskólum. Njarðvíkurskóli var einn af 15 grunnskólum sem voru tilraunaskólar í verkefninu. Í dag hafa 25% grunnskóla á Íslandi tekið upp verkefnið, auk 60% leikskóla.

Vinátta er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti fyrir börn 0 - 9 ára, ætlað leikskólum, fyrstu bekkjum grunnskóla, frístundaheimilum og dagforeldrum. Verkefnið felst í útgáfu námsefnis sem ætlað er börnum, foreldrum þeirra og starfsfólki, námskeiðum fyrir starfsfólk og stuðningi við skóla.

Efnið er danskt að uppruna og heitir á frummálinu Fri for Mobberi. Það er þýtt, staðfært og gefið út í samstarfi við Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku.

Mikil ánægja hefur verið með Vináttuverkefnið í Njarðvíkurskóla og hefur það gefið afar góða raun.

Það er Njarðvíkurskóla sannkallaður heiður að hafa fengið að vera þátttakandi í þessu verkefni í þrjú ár. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er verndari Vináttuverkefnisins.

Nánar um verkefnið:
https://www.barnaheill.is/is/forvarnir/vinatta