Frá Njarðvíkurskóla

Framundan er löng helgi með vetrarleyfi mánudaginn 19. og þriðjudaginn 20. október. Það er enn að bætast í smit í kringum okkur og við hvetjum því alla til að fara mjög varlega næstu daga, gæta að einstaklingsbundnum sóttvörnum og virða nándarmörk. Þeir sem eru enn í sóttkví þurfa að virða hana, halda tveggja metra fjarlægð inn á heimilinu og hitta ekki aðra. Ef smit kemur upp hjá nemanda skólans þarf strax að láta skólastjóra vita með tölvupósti á netfangið: asgerdur.thorgeirsdottir@njardvikurskoli.is

Eigið góða vetrarleyfisdaga með ykkar nánustu og við sendum góðar kveðjur til þeirra sem eru enn í sóttkví.

Við erum öll almannavaranir og saman náum við árangri.