Frá Njarðvíkurskóla vegna hertra sóttvarnaraðgerða

Í ljósi hertra sóttvarnareglna sem taka gildi á miðnætti verður ekkert skólastarf í Njarðvíkurskóla á morgun fimmtudag 25. mars og föstudaginn 26. mars og það á einnig við sérdeildirnar Ösp og Björk. Eftir það tekur við páskafrí. Upplýsingar um hvaða skipulag tekur við eftir páskafrí kemur síðar þegar ljóst er hvaða reglur verða í gildi þá.

Skólinn verður opinn á morgun fimmtudag á milli 9:00 og 14:00 fyrir þá foreldra sem vilja koma í skólann og sækja föt sem hafa orðið eftir og aðra óskilamuni. Gæta þarf að sóttvörnum.

Foreldra nemenda í 1.-7. bekk munu eiga von á tölvupósti frá umsjónakennurum um heimanám sem við gerum ráð fyrir að sé að mestu leyti lestur. Einnig verða kennarar í 8.-10. bekk í sambandi við nemendur ef ljúka þarf ákveðnum verkefnum fyrir páska.