Frá skólastjórnendum Njarðvíkurskóla

Vikan í Njarðvíkurskóla hefur gengið mjög vel miðað við aðstæður. Skipulagið sem var sett upp til að passa að það yrði ekki skörun milli hópa hefur gengið upp og allir verið duglegir að passa upp á sitt skipulag.

Við viljum þakka nemendum og foreldrum/forráðamönnum fyrir aðstoðina við að láta þetta ganga upp hjá okkur.

Nú er helgin framundan og í næstu viku höldum við sama skipulagi, þ.e. að nemendur í 1.-6. bekk koma i skólann annan hvern dag og nemendur í 7.-10. bekk fylgja kennsluskipulagi sem kennarar senda frá sér í tölvupósti og/eða á Mentor. Deildastjórar í Ösp og Björk senda út skipulag varðandi skólastarf í sérdeildum. Nánara skipulag varðandi hvaða daga nemendur eiga að mæta kemur frá umsjónarkennurum í dag.

Ef einhver breyting verður þá sendum við skilaboð á foreldra með eins miklum fyrirvara og hægt er.

Við hvetjum nemendur til að vera dugleg að halda skipulagi, vinna jafnt og þétt og vera dugleg að lesa.