Frá skólastjórnendum Njarðvíkurskóla

Nú er viku tvo að ljúka í samkomubanni og skertu skólastarfi. Miðað við aðstæður þá hefur gengið vel hjá okkur þessar tvær vikur og viljum við þakka nemendum og foreldrum/forráðamönnum fyrir aðstoðina við að láta þetta ganga svona vel upp hjá okkur.

Nú er helgin framundan og í næstu viku höldum við sama skipulagi, þ.e. að nemendur í 1.-6. bekk koma i skólann annan hvern dag og nemendur í 7.-10. bekk fylgja kennsluskipulagi sem kennarar senda frá sér í tölvupósti og/eða á Mentor. Deildastjórar í Ösp og Björk senda út skipulag varðandi skólastarf í sérdeildum. Nánara innra skipulag og varðandi hvaða daga nemendur eiga að mæta kemur frá umsjónarkennurum. Í næstu viku fimmtudaginn 2. apríl er samkvæmt skóladagatali árshátíð skólans, breyting verður á skóladagatali að sá dagur verður eftir því plani sem sett hefur verið upp í þessu ástandi sem nú er.

Ef einhver breyting verður þá sendum við skilaboð á foreldra með eins miklum fyrirvara og hægt er.

Við hvetjum nemendur til að vera dugleg að halda skipulagi, vinna jafnt og þétt og vera dugleg að lesa.

Eigið góðan dag og notið helgina vel með fjölskyldu og ykkar nánustu.

Bestu kveðjur,
skólastjórn Njarðvíkurskóla