Frábær árshátíð Njarðvíkurskóla

Árshátíð Njarðvíkurskóla var í dag, fimmtudaginn 11. apríl. Mikið var um flott atriði sem Filoreta Osmani og Börkur Kristinsson, kynntu til leiks. Nemendur sýndu dansa, leikþætti og söng. Hátíðin var opnuð með frábæru opnunaratriði, undir stjórn Elmu Rún Kristinsdóttur, sem um 50 nemendur í mörgum árgöngum tóku þátt í og gaf það atriði tóninn fyrir þá skemmtun sem í boði var í dag. Alls voru tíu atriði sýnd í dag sem öll vöktu mikla lukku hjá troðfullu íþróttahúsinu af nemendum og foreldrum.

Eftir árshátíðina fóru gestir og starfsmenn yfir í skóla þar sem boðið var uppá kaffihlaðborð, gos, djús og kaffi sem foreldrar höfðu komið með.

Frábær dagur í alla staði og eiga nemendur og kennarar þakkir fyrir skemmtileg atriði og árshátíðarnefndin og nemendur sem unnu viðhátíðina fyrir frábæran undirbúning og skipulag. Einnig þakkar Njarðvíkurskóli starfsmönnum í íþróttahúsi fyrir frábæra aðstoð.

Nemendur sem unnu að hátíðinni voru: Ása Bríet Bergsdóttir, Börkur Kristinsson, Elías Bjarki Pálsson, Elmar Sveinn Einarsson, Elva Lára Sverrisdóttir, Filoreta Osmani, Fróði Kjartan Rúnarsson, Guðrún Lilja Kristjánsdóttir, Gunnar Björn Björnsson, Helena Rafnsdóttir, Jan Baginski, Katý Björt Boumihdi, Krista Gló Magnúsdóttir, Óðinn Snær Ögmundsson, Sóley Sara Rafnsdóttir, Vilborg Jónsdóttir og Þórir Ólafsson.