Frábær gjöf frá foreldrafélaginu

Bækur og spil
Bækur og spil

Foreldrafélag Njarðvíkurskóla kom færandi hendi fyrir stuttu, með peningagjöf upp á 100.000 krónur sem var hugsað til að kaupa bækur og spil fyrir bókasafn skólans. Vilborg Sævarsdóttir bókavörður í Njarðvíkurskóla var fljót að bregðast við og kaupa bækur og spil á bókasafnið.

Njarðvíkurskóli þakkar foreldrafélaginu kærlega fyrir gjöfina!