Fyrirlestur um jákvæða karlmennsku

Þorsteinn V. Einarsson, umsjónarmaður hlaðvarpsins og samfélagsmiðilsins Karlmennskan kemur í heimsókn í Njarðvíkurskóla þriðjudaginn 18. október kl. 20:00.

Þorsteinn mun fjalla um muninn á jákvæðri og skaðlegri karlmennsku. Hann leggur áherslu á það sem hvert og eitt okkar getur gert til að hafa jákvæð áhrif á líf okkar og samferðafólks út frá hugmyndum um karlmennsku. Rætt verður um það hvernig og hvers vegna jákvæð karlmennska styður við jafnrétti og vellíðan allra barna.

Með erindinu vill foreldrafélag Njarðvíkurskóla styðja við jákvæð viðhorf til fjölbreytileikans.

Aðalfundur Foreldrafélags Njarðvíkurskóla verður kl. 19:30 og mun húsið opna fyrir alla kl. 20:00. Erindið er hugsað fyrir forráðamenn, starfsmenn, þjálfara eða alla þá sem láta sig varða vellíðan barna í samfélagi fjölbreytileikans.

Foreldrafélagið vonast til þess að sem flestir mæti á viðburðinn.