Góðir gestir í heimsókn

Sigríður og Ragnar
Sigríður og Ragnar

Á Alþjóðadegi kennara 5. október komu tveir fyrrum nemendur Njarðvíkurskóla í heimsókn. Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambands Íslands kom færandi hendi í tilefni dagsins og gaf starfsmönnum skólans köku. Sigríður Ingadóttir frá Miðstöð skólaþróunar á Akureyri var með frábært bekkjarfundanámskeið, hagnýtt námskeið fyrir kennara og annað starfsfólk skólans.