Grænfáninn afhentur Njarðvíkurskóla í sjötta sinn

Í síðustu viku fékk Njarðvíkurskóli afhentan Grænfánann í sjötta sinn við hátíðlega athöfn. Grænfáninn er afhentur skólum sem leggja áherslu á umhverfismennt og menntun til sjálfbærni.
Njarðvíkurskóli vinnur samkvæmt umhverfisstefnu Reykjanesbæjar. Meginmarkmið með umhverfismennt er að auka þekkingu og virðingu nemenda fyrir umhverfi sínu og skapa jákvætt viðhorf nemenda og starfsmanna til umhverfismála. Með aukinni þekkingu á umhverfismálum og jákvæðu viðhorfi nemenda og starfsmanna er auðveldara að fá þau til að flokka sorp og ganga betur um náttúruna. Nemendur og starfsfólk skólans hafa verið að taka sig á í umhverfismálum síðustu ár.