Grjónapúðar í Ösp frá Kvenfélagi Njarðvíkur

Nemendur ánægðir með gjöfina.
Nemendur ánægðir með gjöfina.

Sérdeildin Ösp við Njarðvíkurskóla fékk á dögunum mjög góða gjöf frá Kvenfélagi Njarðvíkur. Kvenfélagið gaf grjónapúða fyrir nemendur sem munu nýtast vel í hreyfisal þar sem nemendur eru í leik og starfi.

Frábært framtak hjá Kvenfélaginu í Njarðvík að styrkja sérdeildina Ösp. Njarðvíkurskóli þakkar þeim kærlega fyrir.