Gróðursetning á birkiplöntum

Nemendur í 5. bekk
Nemendur í 5. bekk

5. bekkur og umsjónarkennarar þeirra létu hendur standa fram úr ermum 15. september og gróðursettu 160 birkiplöntur sem Njarðvíkurskóli fékk í gjöf frá Yrkju. Þannig hjálpa nemendur til við að kolefnisbinda andrúmsloftið, ásamt því að fegra bæinn okkar. Þau gróðursettu plönturnar við hlið göngustígsins í Grænásbrekkunni og nutu við það hjálpar og leiðsagnar frá Kristjáni Bjarnasyni hjá Reykjanesbæ og umhverfisteymi skólans.

Njarðvíkurskóli þakkar nemendunum, kennurum og öllum þeim sem komu að gróðursetningunni kærlega fyrir þeirra framlag.