Gunnar Helgason las upp úr nýjustu bókinni sinni

Gunnar Helgason
Gunnar Helgason

Gunnar Helgason kom í Njarðvíkurskóla á þriðjudaginn og las upp úr nýjustu bókinni sinni Draumaþjófinum fyrir nemendur í 3.-8. bekk.

Gunnar hefur á undanförnum árum sent frá sér fjölda gríðarvinsælla barnabóka. Fyrir Mömmu klikk! hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin og Bókaverðlaun barnanna hafa sex sinnum fallið honum í skaut. Hér skapar hann spánnýjan og spennandi söguheim sem auðvelt er að týna sér í.

Mikil ánægja var með heimsókn Gunnars. Njarðvíkurskóli þakkar honum fyrir heimsóknina.