Hæfileikahátíð grunnskólanna í Stapa

Hæfileikahátíð grunnskólanna var haldin í Stapa fimmtudaginn 9. maí og er það hluti af Barnahátíð Reykjanesbæjar. Á hátíðinni eru sýnd atriði frá grunnskólum Reykjanesbæjar auk danskóla bæjarins og tónlistarskóla. Atriðið sem Njarðvíkurskóli var með var opnunaratriði árshátíðar skólans sem var dansatriði nemenda í 4.-10. bekk. Atriðið sem var unnið með Elmu og Júlíu frá Danskompani tókst frábærlega og stóðu krakkarnir okkar sig mjög vel. Áhorfendur á hátíðinni eru alltaf nemendur í 5.-6. bekk og voru þau til fyrirmyndar.