Hæfileikahátíð í Stapa

Í tengslum við Barnahátíð í Reykjanesbæ var hæfileikahátíð grunnskólanna haldin í Stapa sl. miðvikudag.  Nemendur í 5. og 6. bekk eru áhorfendur á hátíðinni og stúlkur í 5. bekk sýndu dansatriði sem þær voru  með á árshátíð skólans.  Jóhannes Kristbjörn, nemandi í 5. bekk var kynnir fyrir atriði Njarðvíkurskóla.  Nemendur stóðu sig öll frábærlega vel, bæði áhorfendur, dansarar og kynnirinn okkar.  Myndir frá hæfileikahátíðinni má sjá í myndasafni hér á síðunni.