Hátíðardagur í Njarðvíkurskóla

Yngvi Þór Geirsson með tveimur jólasveinum
Yngvi Þór Geirsson með tveimur jólasveinum

Jólahátíð Njarðvíkurskóla var haldin hátíðleg á sal og í stofum í dag. Í stofum voru nemendur hjá umsjónarkennurum og héldu litlu jólin þar sem lesnar voru jólasögur og nemendur skiptust á pökkum.

Á sal lék Karen Ósk Lúthersdóttur á klarinett lagið Á jólunum er gleði og gaman og Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir, einnig á klarinett lagið Jólasveinninn kemur í kvöld. Geirþrúður Bogadóttir spilaði á píanó með þeim báðum.

Herdís Björk Björnsdóttir Debes og Lilja Rún Gunnarsdóttir lásu jólaljóðið Kátt er á jólunum. Nemendur í 5. bekk sýndu helgileik þar sem vel æfðir nemendur fóru á kostum. Sigurður Magnússon og Kári Snær  Halldórsson voru kynnar á hátíðinni.

Eins og venjan er þá var dansað í kringum jólatréið þar tveir skemmtilegir jólasveinar kíktu í heimsókn.