Hátíðarmatur í Njarðvíkurskóla

Í dag var hinn árlegi hátíðarmatur í hádeginu í skólanum. Starfsmenn skólans báru á borð fyrir alla nemendur og salurinn er skeyttur. Þetta er alltaf hátíðleg stund og tengist föndurdeginum þar sem nemendur voru allan daginn hjá umsjónarkennara í heimastofu að skreyta stofuna, útbúa jólakort og annað jólaföndur.

Í hátíðarmat var hangikjöt með uppstúfi og öðru tilheyrandi.