Hátíðarmatur í Njarðvíkurskóla 2022

Hátíðarmatur í Njarðvíkurskóla
Hátíðarmatur í Njarðvíkurskóla

14. desember var hinn árlegi hátíðarmatur í skólanum. Starfsmenn skólans báru á borð fyrir alla nemendur og salurinn er skeyttur. Þetta er alltaf hátíðleg stund og tengist föndurdeginum sem var haldinn sama dag.

Boðið var upp á hamborgarhrygg með gljáðum kartöflum, sósu, eplasalati og ís. Kalkúnabringa var á matseðlinum fyrir nemendur sem ekki borða hamborgarhrygg. Einnig var boðið upp á veganréttinn Oumph Wellington með steiktum kartöflum, sósu, eplasalati og ís.