Heimsókn og fyrirlestur í MÁ

Nemendum í 9. og 10. bekk í Njarðvíkurskóla var boðið í vikunni á fyrirlestur og kynningaferð í MÁ – Menntaskólann á Ásbrú. Gísli Konráðsson, frumkvöðull í skapandi hátækni iðnaði og fyrrum nemandi í Njarðvíkurskóla var með erindi í tengslum við tölvuleikjagerð. Gísli fór yfir ferilinn sinn, sagði frá þróun tölvuleikja og reynslu sinni sem frumkvöðull í skapandi hátækni iðnaði sem tölvuleikjagerð er.

Njarðvíkurskóli þakkar fyrir flottan fyrirlestur og góðar móttökur.