Hertar reglur vegna Covid-19

Ágætu foreldrar/forráðamenn

Í dag mánudaginn 5. október  taka í gildi hertar samfélagslegar reglur vegna Covid-19.  Í ljósi þeirra takmarkanna sem þar eru settar fram förum við áfram fram á að foreldrar komi ekki inn í skólann með börnum sínum. Foreldrar  geta fylgt börnum sínum að skólanum á morgnana en þegar foreldrar sækja í frístund er hægt að hringja í símanúmerið 8646788 og barnið kemur út. Við biðjum ykkur vinsamlegast að virða þessi til mæli.

Ef foreldrar eru boðaðir á fund í skólanum skal virða 1m regluna og/eða grímuskyldi en við reynum nú að halda slíkum fundum í lágmarki.
Mikilvægt er nú sem aldrei fyrr að fara varlega, gæta persónulegra sóttvarna og fjarlægðarmarka.

Við erum öll almannavarnir og saman náum við bestum árangri.

Bestu kveðjur,
Ásgerður Þorgeirsdóttir,
skólastjóri Njarðvíkurskóla