Jólaföndur og hátíðarmatur 12. desember

Jólaföndur og hátíðarmatur
Jólaföndur og hátíðarmatur

Föstudaginn 12. desember verður uppbrotsdagur í Njarðvíkurskóla þar sem hefðbundið skólastarf víkur fyrir fjölbreyttri dagskrá í tengslum við aðventuna.

Nemendur í 1.-4. bekk verða í skólanum frá kl. 8:15-13:20 og nemendur í 5.-10. bekk frá kl. 8:15-14:00. Frístundaheimili Njarðvíkurskóla og Ösp verða opin frá kl. 13:20 til 16:15 þennan dag.

Í skólanum er hefð fyrir því að nemendur og starfsfólk eigi saman ánægjulega og notalega stund við jólaföndur og skreytingar þar sem skólabyggingin er sett í hátíðlegan jólabúning.

Sama dag verður jafnframt árlegur hátíðarmatur í skólanum. Salurinn verður skreyttur og starfsfólk mun þjóna nemendum til borðs. Þetta er ávallt hátíðleg og skemmtileg stund sem nemendur njóta vel.

Í boði verður eftirfarandi:
- Hátíðarmatur - Kalkúnn með salvíu, steiktum kartöflum, hátíðarsósu, eplasalati og ísblóm.
- Hátíðarmatur/Veganréttur - Vegan Wellington með steiktum kartöflum, hátíðarsósu, eplasalati og ís.
- Meðlæti - Rauðkál, gular baunir og úrval af grænmeti.