Jólahátíð færist til 17. desember - breyting á skóladagatali

Frá jólahátíð 2019
Frá jólahátíð 2019

Samkvæmt skóladagatali er jólahátíð mánudaginn 20. desember sem við höfum nú fært til föstudagsins 17. desember og verða allir komnir i jólafrí að henni lokinni (enginn skóli 20. desember).

Ástæðan fyrir þessari breytingu er að töluvert er um smit í okkar nærumhverfi og þessi helgi á milli 17. desember og 20. desember skiptir svo miklu máli í þessu samhengi, gefur okkur tíma ef upp kemur smit hér að þeir sem fara í sóttkví nái að ljúka því fyrir jólin ef síðasti skóladagur er hér 17. desember. Þetta hefur þó í för með sér að allt færist aftur um einn dag í vor.

Við vitum að fyrirvarinn er ekki langur með þessa breytingu en við höldum þó að það sé til mikils að vinna í þetta skiptið miðað við stöðuna í samfélaginu.

Uppfært skóladagatal